Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

436 | Ökutækjatryggingar

149. þing | 5.12.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að traustri vátryggingarvernd vegfarenda hér á landi og að ökutæki séu með lögmæltar ökutækjatryggingar. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sérlög verði sett um ökutækjatryggingar í stað þess að hafa kafla um öku­tækjatryggingar í umferðarlögum. Auk ákvæða um lögmæltar ökutækja­tryggingar og bótaábyrgð vegna tjóns af völdum vélknúinna ökutækja felur frumvarpið í sér ný ákvæði sem eiga að tryggja enn frekar réttaröryggi vegna tjóna af völdum vélknúinna ökutækja. Jafnframt yrði innleidd tilskipun 2009/103/EB um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja og um að fylgja því eftir að vátrygging vegna slíkrar ábyrgðar sé tekin.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra fellur úr gildi XIII. kafli umferðarlaga, nr. 50/1987

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Drög að frumvarpi til laga um ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna ökutækja. Viðskiptaráðuneytið, 6. ágúst 2009.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/103/EB frá 16. september 2009 um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja og um að fylgja því eftir að vátrygging vegna slíkrar ábyrgðar sé tekin.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 596 | 5.12.2018
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1136 | 19.3.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1137 | 19.3.2019
Þingskjal 1273 | 1.4.2019
Þingskjal 1407 | 2.5.2019

Umsagnir