Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

435 | Ófrjósemisaðgerðir

149. þing | 5.12.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja sjálfsforræði til að taka ákvörðun um ófrjósemisaðgerð.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til tvenns konar heimildir fyrir ófrjósemisaðgerðum, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á einstaklingi sem er ólögráða fyrir æsku sakir þegar ætla má að frjósemi viðkomandi hafi alvarleg áhrif á líf eða heilsu einstaklingsins. Þá er lagt til að áður en ófrjósemisaðgerð er gerð hljóti einstaklingur fræðslu um í hverju aðgerðin er fólgin, áhættur samfara henni og afleiðingar. Einnig er gert ráð fyrir að einungis læknar með sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum, kvensjúkdómalækningum eða þvagfæraskurðlækningum megi framkvæma ófrjósemisaðgerðir og að einungis megi framkvæma ófrjósemisaðgerðir á heilbrigðisstofnunum eða starfsstofum lækna sem landlæknir hefur eftirlit með.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, nr. 25/1975.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Heildarendurskoðun laga nr. 25/1975, um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Velferðarráðuneytið, nóvember 2016.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af sundhedsloven  LBK nr 1286 af 2/11/2018.

Noregur
Lov om sterilisering [steriliseringsloven]  LOV-1977-06-03-57.

Svíþjóð
Steriliseringslag  (1975:580).

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 595 | 5.12.2018
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1247 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1430 | 7.5.2019
Þingskjal 1478 | 7.5.2019

Umsagnir

Velferðarnefnd | 15.1.2019
Velferðarnefnd | 4.1.2019
Landspítalinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.2.2019