Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og misgerða sem þar koma upp án ótta við afleiðingarnar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stofnað verði tímabundið til starfs samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Einnig er lagt til að bætt verði við ákvæði í íþróttalög þar sem m.a. er mælt fyrir um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á íþróttalögum, nr. 64/1998.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs verði 12–15 milljónir kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Gildistöku laganna var frestað til 1. ágúst 2019 en bráðabirgðaákvæði I tók þegar gildi.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál