Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
149. þing
| 3.12.2018
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að öryggi og viðnámsþrótti net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
Helstu breytingar og nýjungar: Með samþykkt frumvarpsins yrði tilskipun ESB nr.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003 og lögum um fjarskipti, nr. 81/2003.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlaður kostnaður vegna innleiðingar tilskipunarinnar á árunum 2020–2024 samtals um 2.745 milljónir kr. Á árinu 2020 er áætlaður heildarkostnaður um 488 milljónir kr. en fer hækkandi milli ára og verður kominn í 649 milljónir kr. árið 2024. Ekki hefur verið gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum með sérgreindum hætti á málefnasviði 11 hjá samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti, í málaflokki fjarskipta, í gildandi fjármálaáætlun. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið upp við vinnslu komandi fjármálaáætlunar 2020–2024 þar sem finna þurfi útgjöldunum stað innan heildarútgjaldarammans.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1148 frá 6. júlí 2016 varðandi ráðstafanir til að ná háu sameiginlegu öryggisstigi í net- og upplýsingakerfum í öllu Sambandinu (NIS-tilskipunin) (drög að íslenskri þýðingu).
Afgreiðsla: Samþykkt með talsverðum breytingum og var t.a.m. þremur nýjum greinum bætt við þar sem kveðið er á um stjórnvaldssektir, rétt manna til að fella ekki á sig sök og kæru til lögreglu. Gildistöku laganna var frestað til 1. september 2020 en ákvæði 4. gr. öðlast þó þegar gildi.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál