Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

411 | Opinber stuðningur við vísindarannsóknir (samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs)

149. þing | 30.11.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja stefnumarkandi hlutverk Innviðasjóðs. Að laga reglur Rannsóknasjóðs að alþjóðlegu umhverfi vísindarannsóknum á Íslandi til framdráttar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að stjórnir Innviðasjóðs og Rannsóknasjóðs séu aðskildar. Gert er ráð fyrir að tenging Innviðasjóðs við stefnumörkun stjórnvalda verði styrkt. Að auki er lagt til að Rannsóknasjóði verði heimilað að taka þátt í alþjóðlegri samfjármögnun sem getur m.a. falið í sér greiðslur til aðila erlendis og að ákvörðun um styrkveitingu skuli byggð á faglegu mati aðila sem ekki heyra undir fagráð Rannsóknasjóðs. Með slíkri heimild yrði verklag Rannsóknasjóðs samræmt verklagi sambærilegra sjóða erlendis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Innviðasjóður.


Rannsóknasjóður.

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, júní 2017.

Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar. Skýrsla verkefnahóps Vísinda- og tækniráðs um rannsóknarinnviði og vöktun. Vísinda- og tækniráð, apríl 2017.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 552 | 30.11.2018
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1297 | 8.4.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1443 | 6.5.2019

Umsagnir