Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

4 | Aukatekjur ríkissjóðs (verðlagsuppfærsla)

149. þing | 11.9.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að uppfæra til verðlags margvísleg gjöld í lögum um aukatekjur.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að nær öll gjöldin í lögunum (dómsmálagjöld og fleiri tegundir gjalda s.s. atvinnuleyfi, ýmis vottorð og skráningar, þinglýsingar o.fl.) séu uppfærð til árslokaverðlags miðað við áætlaða vísitölu neysluverðs í desembermánuði 2018. Ekki eru þó lagðar til hækkanir á þeim gjöldum sem voru síðast hækkuð í byrjun ársins 2018 eða voru tekin upp í fyrsta sinn á því ári.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur:

Hækkunin er talin skila um 500 milljóna kr. viðbótartekjum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Eru þær viðbótartekjur hluti af forsendum fjárlagafrumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum en þeim helstum að fallið var frá gjaldskrárhækkunum vegna skráningar félaga og vegna útgáfu vegabréfa til aldraðra og öryrkja og útgáfu ökuskírteina 65 ára og eldri.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 4 | 11.9.2018
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 472 | 15.11.2018
Þingskjal 485 | 19.11.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 500 | 22.11.2018
Þingskjal 518 | 22.11.2018

Umsagnir