Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: SE | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (21.2.2019)
Markmið: Að lækka kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að hver íslenskur ríkisborgari sem hefur náð 16 ára aldri á kjördag í sveitarstjórnarkosningum fái kosningarrétt. Einnig er gert ráð fyrir að ríkisborgarar Norðurlandanna, sem hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, og aðrir erlendir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, og náð hafa 16 ára aldri á kjördag eigi kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.
Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál