Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

303 | Fjármálafyrirtæki (stjórn og endurskoðun)

149. þing | 2.11.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tilskipun ESB um stofnun og rekstur lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að takmarkanir verði settar á hversu mörgum störfum stjórnarmenn og framkvæmdastjóri í kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum geta sinnt í stjórnareiningum annarra félaga samhliða stjórnarsetu eða starfi framkvæmdastjóra í kerfislega mikilvægu fjármálafyrirtæki. Einnig er gert ráð fyrir að atriðum er varða upplýsingaskyldu endurskoðenda verði breytt í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf í öðrum löndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om finansiel virksomhed  LBK nr 1140 af 26/09/2017.

Svíþjóð
Lag om bank- och finansieringsrörelse  (2004:297).

Þýskaland
Gesetz über das Kreditwesen (Kreditwesengesetz - KWG)  10.07.1961.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja („CRR-reglugerðin“).

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin).

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB frá 26. júní 2013 um stofnun og rekstur lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim („CRD IV-tilskipunin“).

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 351 | 2.11.2018
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 893 | 5.2.2019
Þingskjal 929 | 7.2.2019

Umsagnir