Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

301 | Tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa, skattfrádráttur nýsköpunarfyrirtækja)

149. þing | 2.11.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka aðgengi að fjármagni fyrir bæði nýsköpunarfyrirtæki og smærri fyrirtæki í vexti og auka stuðning við rannsóknir og tækniþróun nýsköpunarfyrirtækja.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að skattívilnun vegna hlutabréfakaupa einstaklinga verði framlengd um þrjú ár. Gert er ráð fyrir að skilyrðum sem bæði einstaklingar og félög þurfa að uppfylla þegar einstaklingar hyggjast nýta sér frádráttinn verði fækkað og einfölduð. Einnig er lagt til að hámark viðmiðunarfjárhæða skattfrádráttar vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar styrkhæfra nýsköpunarfyrirtækja verði hækkað.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009.

Kostnaður og tekjur: Lauslega áætlað munu rýmri reglur um skattfrádrátt vegna hlutabréfakaupa kosta ríkissjóð um 40–50 milljónir kr. árið 2020 vegna tekna ársins 2019. Talið er að skammtímaáhrif af tvöföldun viðmiðunarfjárhæða skattfrádráttar vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja verði mun meiri. Sé miðað við þá forsendu að aukningin verði 20% frá áætlun ársins 2019 yrði stuðningur kerfisins í formi endurgreiðslu eða lækkunar á tekjuskatti allt að 4 milljarðar kr.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 349 | 2.11.2018
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 622 | 7.12.2018
Þingskjal 661 | 12.12.2018
Þingskjal 666 | 11.12.2018

Umsagnir