Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

300 | Atvinnuleysistryggingar o.fl. (framlag í lífeyrissjóði)

149. þing | 2.11.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að draga úr áhrifum á ávinnslu lífeyrisréttinda hjá þeim einstaklingum sem hverfa tímabundið af vinnumarkaði og nýta rétt sinn til greiðslna úr vinnumarkaðstengdum framfærslukerfum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að mótframlag í lífeyrissjóði sem vinnumarkaðstengdum framfærslukerfum (s.s. Atvinnuleysistryggingasjóður og Fæðingarorlofssjóður) er gert að greiða verði hækkað til samræmis við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5%. Einnig er lagt til að ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa vegna krafna lífeyrissjóða um lífeyrisiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á ábyrgðartímabili miðist við 15,5% af iðgjaldsstofni í stað 12% lágmarksiðgjalds.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.

Lög um Ábyrgðarsjóð launa, nr. 88/2003.
Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.
Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006.
Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um 900-1.130 milljónir kr.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 348 | 2.11.2018
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 609 | 6.12.2018
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 665 | 11.12.2018

Umsagnir

Velferðarnefnd | 26.11.2018
Velferðarnefnd | 3.12.2018
Jafnréttisstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 30.11.2018