Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

270 | Póstþjónusta

149. þing | 23.10.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að hagkvæmri, virkri og áreiðanlegri póstþjónustu um land allt og til og frá landinu, m.a. með því að tryggja notendum aðgang að alþjónustu eins og hún er skilgreind á hverjum tíma og með því að efla samkeppni á markaði fyrir póstþjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þriðja pósttilskipun Evrópusambandsins verði innleidd og með því yrði einkaréttur ríkisins á póstþjónustu afnuminn og markaðurinn opnaður. Gert er ráð fyrir að veiting póstþjónustu í atvinnuskyni verði ekki leyfisskyld heldur háð skráningu til Póst- og fjarskiptastofnunar. Ef alþjónusta verður ekki veitt á markaðslegum forsendum þá er lagt til að ríkisvaldið tryggi hana með því að fá einn eða fleiri aðila til að sinna alþjónustu gegn því að kostnaður vegna byrðar sem í því felst verði bættur úr ríkissjóði. Til að tryggja samkeppni eru lagðar til kvaðir á póstrekendur sem skilgreindir hafa verið sem alþjónustuveitendur um veitingu aðgangs að dreifikerfi sínu og nauðsynlegri aðstöðu. Enn fremur er lagt til að póstrekendur séu ekki skaðabótaskyldir vegna tjóna sem stafa af ásetningi eða stórfelldu gáleysi þeirra og að einstaklingar leiti í staðinn með slík ágreiningsefni fyrir dómstóla.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um póstþjónustu, nr. 19/2002, en breytingar verða á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003.

Kostnaður og tekjur:

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlað að kostnaður sem hlýst við innleiðingu verði um 250 milljónir kr. frá og með árinu 2020. Áætluð fjárhagsáhrif fyrir ríkissjóð á tíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar 2020-2023 yrðu því um 1.022 milljónir kr. 

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af postlov  LBK nr 1040 af 30/08/2017.

Finnland
Postlag  29.4.2011/415.

Noregur
Lov om posttjenester (postloven)  LOV-2015-09-04-91.

Svíþjóð
Postlag  (2010:1045).


Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 97/67/EB frá 15. desember 1997 um sameiginlegar reglur varðandi þróun innri markaðar Bandalagsins á sviði póstþjónustu og umbætur á þeirri þjónustu (fyrsta pósttilskipunin).

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/39/EB frá 10. júní 2002 um breytingu á tilskipun 97/67/EB að því er varðar frjálsari samkeppni á sviði póstþjónustu í Bandalaginu (önnur pósttilskipunin).


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2018/644 frá 18. apríl 2018 um pakkasendingaþjónustu yfir landamæri.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að gjaldskrá fyrir þjónustu innan alþjónustu sé sú sama um allt land. Þá voru gerðar breytingar sambærilegar þeim sem gerðar voru á lögum um póstþjónustu (739. mál 149. löggjafarþings) þar sem t.a.m. voru gerðar lagabreytingar þess efnis að rekstraraðila varð heimilt að setja gjaldskrá fyrir erlendar póstsendingar, sem eiga að mæta raunkostnaði við sendingarnar, og sömuleiðis breytingar þar sem áréttað var að íslensk póstlög gengju framar alþjóðaskuldbindingum á sviði póstmála.

Efnisflokkar: Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál

Þingskjöl

Þingskjal 293 | 23.10.2018
Þingskjal 1916 | 19.6.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1917 | 19.6.2019
Þingskjal 1927 | 19.6.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1941 | 16.8.2019
Þingskjal 1944 | 20.6.2019

Umsagnir