Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

222 | Breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru

149. þing | 11.10.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að afnema ákvæði um uppreist æru og í stað þess fjalla um missi og endurreisn borgaralegra réttinda í sérlögum þar sem kveðið er á um hver réttindi fyrir sig.

Helstu breytingar og nýjungar:

Gert er ráð fyrir að ákvæði almennra hegningarlaga sem fjalla um uppreist æru verði felld brott. Lagt er til að fallið sé frá því að kveða almennt á um missi borgaralegra réttinda í ýmsum lögum og í stað þess verði mælt fyrir um það í viðkomandi lagabálkum í hvaða tilvikum sakaferill skuli leiða til missis á tilteknum borgaralegum réttindum, svo sem kjörgengi, embættisgengi eða tilteknum starfsréttindum. Einnig er lagt til að tilvísun til brota sem þykja svívirðileg að almenningsáliti, sbr. 5. gr. laga um kosningar til Alþingis, verði aflögð. Í staðinn er gert ráð fyrir að sett verði það skilyrði að viðkomandi megi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað en að haldið verði óbreyttu því matskennda skilyrði að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem einstaklingur í slíkri stöðu verður almennt að njóta. Að auki er gert ráð fyrir að í stað tilvísana í lögum til óflekkaðs mannorðs verði kveðið á um að einstaklingar, sem samkvæmt núgildandi lögum ber að hafa óflekkað mannorð til að njóta tiltekinna atvinnuréttinda, geti ekki notið réttinda sem um getur eða sinnt því starfi eða embætti sem um ræðir hverju sinni, nema fimm ár hafi liðið frá því afplánun hefur lokið að fullu, ef þeir hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið. Enn fremur er lagt til að óflekkað mannorð verði skilgreint rúmt í lögum um kosningar til Alþingis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 32 lögum.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum til áréttingar og útskýringa en að öðru leyti óbreytt.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 234 | 11.10.2018
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 726 | 13.12.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 727 | 13.12.2018
Þingskjal 761 | 2.1.2019
Þingskjal 781 | 14.12.2018

Umsagnir