Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

211 | Breyting á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda (rafræn birting)

149. þing | 10.10.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að efla rafræna stjórnsýslu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að rafræn birting verði meginreglan þegar kemur að birtingu tilkynninga um álagningu skatta og gjalda. Réttaráhrif birtingar á rafrænu formi verða þau að þegar tilkynning um álagningu er birt á rafrænu svæði telst birting hafa átt sér stað.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.
Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um fjársýslugjald, nr. 165/2011.
Lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.
Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
Lög um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.
Lög um eftirlit með skipum, nr. 47/2003.
Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið samþykkt þykir líklegt að ríkið muni spara um 120 milljónir kr. á ári.

Aðrar upplýsingar: Þjónustugáttin Ísland.is.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með þeirri breytingu einni að fyrirsögn þess var breytt lítillega.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 223 | 10.10.2018
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 529 | 26.11.2018
Þingskjal 603 | 5.12.2018
Þingskjal 625 | 7.12.2018

Umsagnir