Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að hækka persónuafslátt tímabundið, að hækka tekjumörk í efra þrepi tekjuskatts, að hækka barnabætur og vaxtabætur og að lækka tryggingagjald.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til ýmsar breytingar á skattalögum sem eru óaðskiljanlegur hluti af forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2019. Lögð er til 1% tímabundin viðbótarhækkun á persónuafslætti umfram lögbundna hækkun í samræmi við vísitölu neysluverðs. Einnig er gert ráð fyrir að tekjumörk í efra þrepi tekjuskatts verði tengd vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu og að viðmiðunarfjárhæðir barnabóta og vaxtabóta hækki. Enn fremur er lagt til að almenna tryggingagjaldið lækki í tveimur áföngum, um 0,25% í hvorum áfanga, eða samtals um 0,5%. Miðað er við að fyrri áfanginn komi til framkvæmda í ársbyrjun 2019 og sá síðari í ársbyrjun 2020.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum en þeirri helstri að hækkun tekjumarka í efra þrepi tekjuskatts er gerð tímabundin til 31. desember 2019 þar sem í fjármála- og efnahagsráðuneytinu er til athugunar að búa til nýtt viðmið fyrir breytingar á persónuafslætti og fjárhæðarmörkum þrepa samhliða endurskoðun tekjuskattskerfisins.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar