Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

185 | Heilbrigðisþjónusta o.fl. (dvalarrými og dagdvöl)

149. þing | 9.10.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvöl í dvalarrými eða dagdvöl að halda, óháð aldri, og forgangsraða eftir þörf.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að það sama gildi um dvöl í dvalarrými og í dagdvöl, þ.e. að dvöl grundvallist á faglegu heilsufarsmati, óháð aldri og að heimilt verði að veita undanþágu frá aldursskilyrði varðandi dvalarrými og dagdvöl. Þá er lagt til að skýrt sé að sjúkratrygging nái til þjónustu sem veitt er í hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagdvöl sem samið hefur verið um skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar. Að auki er gert ráð fyrir reglugerðarheimild sem ætlunin er að setja í lög um málefni aldraðra til handa ráðherra til að kveða nánar á um fyrirkomulag faglegs teymis og skilyrði mats á þörf fyrir dagdvöl.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

Lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
Lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.

Kostnaður og tekjur: Frumvarpið eitt og sér leiðir ekki til hækkunar á útgjöldum ríkissjóðs, en verði það að lögum gæti þeim fjölgað sem eiga kost á viðkomandi þjónustu og þar með lengt biðlista en það fjölgar ekki rýmum sjálfkrafa.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 189 | 9.10.2018
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 582 | 4.12.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 614 | 7.12.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 664 | 11.12.2018

Umsagnir