Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að koma í veg fyrir að ósamræmi skapist við álagningu skatta og gjalda á ökutæki.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds. Gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki teljandi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Mengun | Hagstjórn: Skattar og tollar