Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

157 | Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð)

149. þing | 26.9.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að framlengja heimild til að semja um rýmri vinnutíma en ákvæði laganna gera ráð fyrir vegna þeirra starfsmanna sem veita þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að heimilt verði að víkja frá ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í tengslum við hvíldartíma og næturvinnutíma þeirra starfsmanna sem veita einstaklingum notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA). Þykir nauðsynlegt að unnt sé að semja um frávik frá þeim vinnutímareglum sem lögin kveða á um í því skyni að tryggja að unnt sé að veita þá þjónustu sem lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem taka gildi 1. október 2018, gera ráð fyrir. Í þeim lögum er gert ráð fyrir að þjónustan sem veitt er sé stundum þess eðlis að ætla megi að vinnutími starfsmanna rúmist ekki innan almennra vinnutímareglna laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 157 | 26.9.2018
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 654 | 10.12.2018
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 721 | 13.12.2018
Þingskjal 735 | 13.12.2018

Umsagnir

Velferðarnefnd | 14.11.2018
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.11.2018
Velferðarnefnd | 14.11.2018
Vinnueftirlitið (umsögn)