Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

156 | Umboðsmaður barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing)

149. þing | 26.9.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi og stuðla þannig að áframhaldandi innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skýrar verði kveðið á um hlutverk umboðsmanns barna og áhersla lögð á réttindi barna, m.a. samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og fleiri alþjóðasamningum, svo sem samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lúta að réttindum barna. Einnig er lagt til að umboðsmanni verði falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni. Eiga þau gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna á öllum stigum stjórnsýslunnar eins og gert er ráð fyrir í ákvæðum barnasáttmálans. Enn fremur er lagt til að lögfest verði að umboðsmaður hafi virkt samráð við börn og hafi hóp barna sér til ráðgjafar. Að lokum er lagt til að reglulega skuli haldið barnaþing þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og að niðurstöður þingsins verði kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um umboðsmann barna, nr. 83/1994.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir kostnaðarauka sem nemur 24 millj. kr. á ári næstu fimm ár til að mæta þörf fyrir aukinn mannafla vegna nýrra verkefna.

Aðrar upplýsingar: Umboðsmaður barna.


Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn).


Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 156 | 26.9.2018
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 647 | 10.12.2018
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 720 | 13.12.2018
Þingskjal 734 | 13.12.2018

Umsagnir

Velferðarnefnd | 15.11.2018
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.11.2018
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.11.2018
UNICEF á Íslandi (umsögn)