Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

155 | Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands

149. þing | 26.9.2018 | Þingsályktunartillaga | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skipta velferðarráðuneyti upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að stjórnarmálefni velferðarráðuneytisins muni skiptast á milli heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis með sama hætti og þau skiptast nú á milli heilbrigðisráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra samkvæmt forsetaúrskurði nr. 85/2017, um skiptingu starfa ráðherra, að því undanskildu að jafnréttismál, þ.á.m. málefni einstaklinga með kynáttunarvanda, flytjast til forsætisráðuneytisins og málefni mannvirkja sem nú heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið flytjast til nýstofnaðs ráðuneytis félagsmála. Við breytinguna er ráðgert að embættistitill ráðherra félagsmála verði félags- og barnamálaráðherra. 

Kostnaður og tekjur: Uppskipting velferðarráðuneytisins hefur í för með sér rekstrarlegan aðskilnað sem felur í sér aukinn rekstrarkostnað en ekki liggur fyrir hversu hár hann verður. 

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 155 | 26.9.2018
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 535 | 26.11.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 607 | 5.12.2018

Umsagnir