Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

144 | Veiðigjald

149. þing | 25.9.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 43 | Þingskjöl: 11 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er lagt til að settur verði nýr reiknistofn veiðigjalds sem verði byggður á afkomu við veiðar hvers nytjastofns. Gert er ráð fyrir að veiðigjald verði 33% af reiknistofni, að reglur um frítekjumark þess verði óbreyttar og að gjaldið verði ákveðið fyrir almanaksár. Einnig er lagt til að stjórnsýslu veiðigjalds verði breytt og dregið verði úr töf við meðferð upplýsinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um veiðigjald, nr. 74/2012.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði um 6–8 milljarðar kr. á ári næstu þrjú árin. Árlegur kostnaður vegna framkvæmdar laganna er áætlaður um 42,5 milljónir kr. Að auki fellur til um 46,1 milljóna kr. stofnkostnaður sem dreifist á árin 2018–2020 og gert er ráð fyrir að þeim kostnaði verði mætt innan útgjaldaramma málefnasviðs 5 í fjármálaáætlun (Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla).

Aðrar upplýsingar: Álitsgerð með fylgiskjölum/Auðlindanefnd. Forsætisráðuneytið/Auðlindanefnd, september 2000.


Hagur veiða og vinnslu 2015. Hagtíðindi. Hagstofa Íslands, janúar 2017.

Hagur veiða og vinnslu 2015 — endurskoðun. Hagtíðindi. Hagstofa Íslands, júní 2017.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum. Helstu breytingarnar voru þær að nytjastofnar sem hafa minna aflaverðmæti en 100 milljónir kr. á ári samkvæmt vegnu meðaltali næstliðinna þriggja ára mynda ekki stofn veiðigjalds, að sérstakt gjald skal lagt á gjaldskyldan aðila ef hann hefur vantalið tekjur eða oftalið kostnað og að frítekjumark nemur 40% af fyrstu 6 milljónum kr. álagningar hvers árs.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 144 | 25.9.2018
Þingskjal 493 | 20.11.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 494 | 20.11.2018
Þingskjal 513 | 22.11.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 522 | 23.11.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 562 | 5.12.2018
Þingskjal 610 | 6.12.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 660 | 11.12.2018

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Agnar Ólason (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Bolungarvíkurkaupstaður (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 18.10.2018
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Atvinnuveganefnd | 7.11.2018
Fiskistofa (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Fiskvinnslan Oddi (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.10.2018
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.10.2018
Grindavíkurbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 7.11.2018
Hagstofa Íslands (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 23.11.2018
Hagstofa Íslands (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 23.11.2018
Atvinnuveganefnd | 22.11.2018
Langanesbyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 16.11.2018
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Atvinnuveganefnd | 15.11.2018
Atvinnuveganefnd | 19.10.2018
Vesturbyggð (umsögn)