Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 43 | Þingskjöl: 34 | Staða: Lokið
Markmið: Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lögð eru til aukin framlög til heilbrigðismála vegna framkvæmda við nýjan Landspítala og byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. Einnig er gert ráð fyrir hækkun framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til samgöngumála vegna sérstaks átaks í samgöngumálum á árunum 2019-2021. Að auki er lagt til að nýjar þyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna og að framkvæmdir hefjist við Hús íslenskunnar. Lagt er til að persónuafsláttur hækki um 1 prósentustig umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs. Að auki er gert ráð fyrir hækkun barnabóta og lækkun tryggingagjalds.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á ýmsum lögum vegna tekjuhliðar og gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að tekjur fyrir árið 2019 verði 891,7 milljarðar króna og útgjöld eru áætluð 862,7 milljarðar króna.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2019 eru áætlaðar 892 milljarðar króna en gjöld um 863,5 milljarðar króna.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins