Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að heimilt verði að veita iðnnemum dvalarleyfi á Íslandi á meðan þeir eru í námi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilað sé að veita útlendingum dvalarleyfi hér á landi vegna iðnnáms eða annars viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi. Til samræmis við þetta er lagt til að hugtakið nám sé endurskilgreint í lögunum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir litlum sem engum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi