Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

622 | Persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga

148. þing | 28.5.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 45 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ný reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga verði innleidd í íslenskan rétt. Reglugerðin felur í sér mjög umfangsmiklar breytingar á sviði persónuverndar og með henni eru grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi styrkt og jafnframt greitt fyrir þróun á hinum innri stafræna markaði með því að einfalda reglur fyrir fyrirtæki. Samþykkt frumvarpsins fæli þannig m.a. í sér breytt og aukið hlutverk innlendra eftirlitsyfirvalda, aukin réttindi einstaklinga (betri vernd og aukinn ákvörðunarréttur yfir persónuupplýsingum sínum), nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög en með gildistöku laganna verða auk þess gerðar breytingar á 42 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir 77 milljóna kr. auknu framlagi til Persónuverndar árið 2019, 75 milljónum kr. árið 2020, 58 milljónum kr. árið 2021, 57 milljónum kr. árið 2022 og 55 milljónum kr. árið 2023. Tímabundinn undirbúningskostnaður Landspítalans við að mæta skyldum frumvarpsins er áætlaður um 8,6 milljónir kr. Kostnaður ríkisstofnana annarra en Persónuverndar og Landspítala er lauslega áætlaður í kringum 300 milljónir kr. frá og með árinu 2019. Gert er ráð fyrir að þessum kostnaði verði fundinn staður innan útgjaldaramma viðkomandi málefnasviða og málaflokka ráðuneyta í fjárlögum sem og í fjármálaáætlun 2019–2023.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).

Persónuvernd – Ný persónuverndarlöggjöf 2018.

Bæklingar Persónuverndar um nýjar persónuverndarreglur 2018.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum, sem snúa mestmegnis að orðalagi og leiðréttingum til að tryggja skýrleika og vísanir milli greina.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1029 | 28.5.2018
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 1281 | 12.6.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 1282 | 12.6.2018
Þingskjal 1292 | 28.6.2018
Þingskjal 1296 | 13.6.2018

Umsagnir

Heimssýn (upplýsingar)