Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að draga úr hættu á ólögmætri misnotkun sýndarfjár og hindra að tækniframfarir og frumkvöðlastarf sé misnotað til refsiverðrar starfsemi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þjónustuveitendur sýndarfjár og stafrænna veskja falli undir gildissvið laganna sem tilkynningarskyldir aðilar og að þeim verði skylt að skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu og lúta þeim kröfum sem eftirlitið gerir varðandi skráningarskyldu. Að auki er gert ráð fyrir að sömu kröfur verði gerðar til stjórnenda og raunverulegra eigenda sýndarfjár og gerðar eru til sömu aðila hjá gjaldeyrisskiptastöðvum og peninga- og verðmætasendingarþjónustu auk þess sem lagt er til að þeir lúti eftirliti Fjármálaeftirlitsins hvað varðar lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.
Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti