Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að stemma stigu við skattundanskotum og skattsvikum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að föstum starfsstöðvum félaga í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, sem staðsettar eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Lagt er til að kveðið sé skýrar á um skilaskyldu launagreiðanda á staðgreiðslu af launum í þeim tilvikum þegar um er að ræða útleigu á vinnuafli.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Tollalög, nr. 88/2005.
Kostnaður og tekjur: Ákvæði frumvarpsins um að heimild hlutafélaga til samsköttunar nái einnig til fastra starfsstöðva félaga innan Evrópska efnahagssvæðisins gæti hugsanlega haft einhver áhrif á ríkissjóð hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar á tekjum. Gert er ráð fyrir 70-80 milljóna kr. einskiptiskostnaði vegna smíði sérstaks skráningarkerfis fyrir einfalda skráningu sem heimiluð verður erlendum aðilum sem selja rafræna þjónustu o.fl. hingað til lands.
Aðrar upplýsingar:
Milliverðlagning og faktúrufölsun. Skýrsla starfshóps. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, júní 2017.
Umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða. Skýrsla starfshóps. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, júní 2017.
Skattskylda af erlendri ferðaþjónustustarfsemi á Ísland. Skýrsla starfshóps. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, júlí 2017.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar