Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að skýra hlutverk, stjórnsýslu og verkefni Ferðamálastofu, auka hæfni ferðaþjónustuaðila og auka öryggi ferðamanna og stuðla þannig að jákvæðri upplifun þeirra.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér nýja löggjöf um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og hluta leyfisveitinga í ferðaþjónustu. Helstu breytingar frá gildandi lögum snúa að stjórnsýslu málaflokksins, breytingum á hlutverki og markmiðum Ferðamálastofu, skyldu ferðaþjónustuaðila til að setja sér öryggisáætlun, dagsektarheimild til handa Ferðamálastofu og flutningi ákvæða yfir í lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um skipan ferðamála, nr. 73/2005.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir að Ferðamálastofnun þurfi að bæta við þremur stöðugildum og verður sá kostnaður fjármagnaður með flutningi fjármagns milli liða innan málefnasviðs 14 í fjármálaáætlun 2019–2023.
Aðrar upplýsingar: Ferðamálastofa
Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum. Gerðar voru breytingar á því hverjir geti tilnefnt fulltrúa í ferðamálaráð og ferðamálastjóri skal sitja fundi ráðsins með tillögurétt og málfrelsi en eigi ekki sæti í ráðinu eins og kveðið er á um í frumvarpinu. Hið sama á við um fulltrúa ráðuneytisins. Bætt var við grein um starfsemi upplýsingamiðstöðva. Ýmsar orðalagsbreytingar voru gerðar sem og breytingar á skilgreiningum hugtaka. Enn fremur er gildistöku laganna frestað til 1. janúar 2019.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Atvinnuvegir: Viðskipti