Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að styrkja framleiðslu og dreifingu íslenskra kvikmynda og kvikmynda sem eru á íslensku eða hafa skírskotun til íslenskrar menningar og unnar eru og kostaðar af aðilum með skráð aðsetur í EES-ríki.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að umsækjendur frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt um styrk til Kvikmyndasjóðs. Jafnframt eru lögð til ítarlegri skilyrði en nú eru um að styrkur verði einungis veittur vegna íslenskra kvikmynda, kvikmynda sem eru á íslenskri tungu eða hafa íslenska menningarlega eða samfélagslega skírskotun. Enn fremur er lagt til að tekin verði upp í kvikmyndalög ákvæði um sýningarstyrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kvikmyndalög, nr. 137/2001.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA 134/14/COL frá 26. mars 2014 um nítugustu og fimmtu breytingu á málsmeðferðar- og efnisreglum á sviði ríkisaðstoðar sem felur í sér að felldar eru inn nýjar leiðbeinandi reglur um ríkisaðstoð til kvikmynda og annarra hljóð- og myndmiðlaverka („Leiðbeinandi reglur um kvikmyndir og hljóð- og myndmiðla 2014“) (EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB nr. 52 þann 18. september 2014).
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Lov om film LOV nr 186 af 12/03/1997
Afgreiðsla:
Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál