Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

457 | Breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)

148. þing | 6.4.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 41 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (30.4.2018)

Samantekt

Markmið: Að styrkja lagaumgjörð fiskeldis þannig að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar og það verði þannig sterk og öflug atvinnugrein jafnframt því að stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að áhættumat erfðablöndunar og regluleg endurskoðun þess, sem Hafrannsóknastofnun gefur út, verði lögfest og lagt til grundvallar leyfilegu magni af frjóum eldislaxi í sjókvíum á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að hafsvæðum verði skipt í eldissvæði og að þeim verði úthlutað með auglýsingu. Jafnframt er lagt til að tekið verði upp innra eftirlit fiskeldisstöðva og það skuli m.a. fela í sér vöktun á laxalús. Lagt er til að heimilað verði að leggja stjórnvaldssektir á rekstrarleyfishafa ef þeir brjóta gegn ákvæði um innra eftirlit, sannprófun þess og framkvæmd úrbóta. Enn fremur er gert ráð fyrir að upplýsingagjöf fiskeldisfyrirtækja til stjórnvalda verði umfangsmeiri og tíðari. Lagt er til að Matvælastofnun skuli auglýsa tillögu að rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja og að stofnunin fái heimild til að leggja stjórnvaldssektir á fiskeldisfyrirtæki sem brjóta gegn tilteknum ákvæðum laga um fiskeldi.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.

Lög um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006.

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að ýmis verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 m.kr. á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum, frá og með árinu 2020. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs 110 milljónir kr. og er því aukningin 90 milljónir kr. á ári. Áætlaður kostnaður vegna áhrifa frumvarpsins á störf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stofnana þess er 83 milljónir kr. árið 2019, þar af eru 23 milljónir kr. tímabundinn stofnkostnaður. Árlegur kostnaður verði þannig 60 milljónir kr. frá og með árinu 2020. Árleg útgjaldaaukning er því talin verða 150 milljónir kr. frá og með árinu 2020. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun fjármagna útgjöld ársins 2019 innan útgjaldaramma málefnasviðsins sjávarútvegur og fiskeldi í fjármálaáætlun 2019–2023 en frá og með árinu 2020 verða útgjöldin fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, ágúst 2017.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 656 | 6.4.2018

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
AkvaFuture ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.5.2018
Borgarbyggð (bókun)
Atvinnuveganefnd | 2.5.2018
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 3.5.2018
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
Háafell ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
Hábrún ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
ÍS 47 ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.5.2018
Ísafjarðarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
Atvinnuveganefnd | 20.4.2018
Matorka (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 3.5.2018
Matvælastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 28.5.2018
Óttar Yngvason (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 5.5.2018
Skipulagsstofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2018
Atvinnuveganefnd | 7.5.2018
Umhverfisstofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.6.2018
Umhverfisstofnun (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 23.4.2018
Atvinnuveganefnd | 27.4.2018
Veiðifélag Selár (athugasemd)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018
Atvinnuveganefnd | 30.4.2018