Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.5.2018)
Markmið: Að setja á stofn nýjan dómstól, Endurupptökudóm, sem kæmi í stað endurupptökunefndar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að endurupptökunefnd verði lögð niður og að settur verði á fót sérdómstóll sem skera á úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Gert er ráð fyrir að dómendur í þeim dómstól yrðu fimm: einn frá hverju dómstigi, einn lögmaður og einn háskólakennari með sérþekkingu á réttarfari. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að endurupptaka mál oftar en einu sinni og að skilyrði fyrir endurupptöku einkamála verði rýmkuð.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um dómstóla, nr. 50/2016.
Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje LBK nr 1101 af 22/09/2017
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar