Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skýrt verði kveðið á um að bein eða óbein mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar sé óheimil og þannig tryggð jöfn meðferð einstaklinga óháð þessum þáttum á íslenskum vinnumarkaði. Að auki er lagt til að fyrirmæli um mismunun vegna fyrrgreindra þátta teljist mismunun í skilningi frumvarpsins. Sama á við um áreitni þegar hún tengist einhverjum af þessum þáttum. Gert er ráð fyrir að Jafnréttisstofa annist stjórnsýslu í tengslum við framkvæmd laganna. Með samþykkt frumvarpsins er tryggt að efnislegt samræmi sé í íslenskum rétti og þeim rétti sem gildir innan Evrópusambandsins á grundvelli tilskipunar 2000/43/EB um framkvæmd meginreglunnar um jafna meðferð manna á tillits til kynþáttar eða þjóðernis að því er varðar vinnumarkaðinn og tilskipunar 2000/78/EB um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Samningur Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi
Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om forbud mod forskelsbehandling på arbejdsmarkedet m.v. LBK nr 1001 af 24/08/2017
Finnland
Diskrimineringslag 30.12.2014/1325
Noregur
Lov om likestilling og forbud mot diskriminering (likestillings- og diskrimineringsloven) LOV-2017-06-16-51
Svíþjóð
Diskrimineringslag (2008:567)
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum helstum að skilgreiningu á fötlun er breytt og skýrt er kveðið á um að Jafnréttisstofa hafi heimild til að leggja á dagsektir verði fyrirtæki eða stofnanir uppvísar að alvarlegum brotum gegn lögunum og láti ekki af háttsemi sem brýtur í bága við lögin þrátt fyrir tilmæli um það. Enn fremur er gildistöku laganna frestað til 1. september 2018.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi