Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið:
Að vernda hagsmuni notenda og stuðla að virkni og heildstæði fjarskiptakerfa.
Helstu breytingar og nýjungar: Með samþykkt frumvarpsins yrðu reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2120/EB, sk. TSM-reglugerð (e. Telecoms Single Market), og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB, sk. RED-tilskipun (e. Radio Equipment Directive), innleiddar í íslensk lög. TSM-reglugerðin snýst um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang og um breytingu á tilskipun um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu og reglugerð um reiki á almennum farsímanetum innan sambandsins. Nánar tiltekið þá fjallar TSM-reglugerðin um nethlutleysi, þ.e.a.s. að öll umferð um internetið skuli meðhöndluð á jafnræðisgrundvelli og að þannig sé stuðlað að því að það verði vettvangur óheftra boðskipta, nýsköpunar og viðskipta eftir bestu getu. RED-tilskipunin fjallar um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði. Tilskipunin kveður á um CE-merkingar á fjarskiptabúnaði og leggur kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila fjarskiptabúnaðar. CE-merking tryggir að fjarskiptabúnaður, þ.m.t. símtæki, talstöðvar og jafnvel leikföng, uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til fjarskiptabúnaðar á EES-svæðinu, með það að meginmarkmiði að slíkur búnaður valdi ekki truflunum á fyrirliggjandi fjarskiptum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjarskipti, nr. 81/2003.
Kostnaður og tekjur: Áætlaður kostnaður fyrir ríkissjóð er 35,8 milljónir kr. á árinu 2019, 19,9 milljónir kr. árið 2020 og 14,4 milljónir kr. á árunum 2022-2023.
Aðrar upplýsingar:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2120/EB um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang og um breytingu á tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu og reglugerð (ESB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan Sambandsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál