Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

345 | Lögheimili og aðsetur

148. þing | 6.3.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að réttri skráningu lögheimilis og aðseturs einstaklinga á hverjum tíma og tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að lögfest sé sú regla að ekki sé heimilt að eiga lögheimili á Íslandi og erlendis á sama tíma. Enn fremur er lagt til að námsmenn, á meðan þeir eru í námi, geti haft búsetu eða aðsetur á öðrum stað en lögheimili þeirra er skráð. Að auki er gert ráð fyrir að heimildir til að skrá lögheimili sitt á öðrum stöðum séu rýmkaðar. Lagt er til að hjónum verði heimilað að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum staðnum og að einstaklingum og heimilismönnum hans í þjóðskrá verði heimilað að dylja lögheimili sitt ef þurfa þykir.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um lögheimili, nr. 21/1990, og lög um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1952.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir verulegum útgjöldum fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Þjóðskrá Íslands

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk

Bekendtgørelse af lov om Det Centrale Personregister  LOV nr 646 af 02/06/2017.

Finnland

Lag om hemkommun  11.3.1994/201.

Noregur

Lov om folkeregistrering (folkeregisterloven)  LOV-2016-12-09-88.

Svíþjóð

Folkbokföringslag  (1991:481).

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum, m.a. þeirri að lögheimili einstaklings skuli miðast við það sveitarfélag þar sem hann hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl. 

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 459 | 6.3.2018
Þingskjal 1160 | 8.6.2018
Þingskjal 1235 | 20.6.2018
Þingskjal 1255 | 11.6.2018

Umsagnir