Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið:
Að einfalda lagarammann um Matvælastofnun, auka sveigjanleika í skipulagi og starfsemi, skerpa á ákvæðum um upplýsingagjöf og treysta samráð við þá aðila sem starfsemin varðar.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að við Matvælastofnun starfi samstarfsráð sem yrði vettvangur samráðs og upplýsingaskipta milli stofnunarinnar og þeirra sem starfi hennar tengjast. Að auki eru lögð til ákvæði um starfrækslu umdæmisstofa og landamærastöðva og að héraðsdýralæknar falli undir hin nýju lög. Jafnframt er lagt til að Matvælastofnun verði gert kleift að fela eftirlitsaðilum, sem hafa fullnægjandi menntun, starfsréttindi eða viðeigandi faggildingu, framkvæmd eftirlits fyrir hennar hönd og að hún geti samið við faggilta aðila um afmörkuð eftirlitsverkefni.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Matvælastofnun, nr. 80/2005.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit