Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

3 | Breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018

148. þing | 14.12.2017 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 19 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að tekjuskattur af fjármagnstekjum verði hækkaður um tvö prósentustig og að viðmiðunarfjárhæðir barnabóta verði hækkaðar. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaákvæði sem kveður á um lækkun vörugjalds af fólksbílum sem ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum verði framlengt um eitt ár. Að auki er sett sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega sem gildi einnig um greiðslu heimilisuppbótar sem greiðist þeim ellilífeyrisþegum sem halda einir heimili. Lagt er til að tímabundin heimild til að fella niður virðisaukaskatt, eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða, verði framlengd um þrjú ár og settar takmarkanir á fjölda bíla sem undir hana geta fallið. Einnig er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki um 50%. Flestar aðrar breytingar eru minniháttar og tengjast framlengingu bráðabirgðaákvæða og gjaldskrárhækkunum.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Alls er verið að breyta 23 lögum.

Kostnaður og tekjur:

Gjöld

Hækkanir á viðmiðunarfjárhæðum og tekjuviðmiðunarmörkum barnabóta leiða til þess að barnabætur verði 10,5 milljarðar kr. á árinu 2018 eða sem nemur tæplega 10% aukningu miðað við árið áður. Tillaga frumvarpsins um óbreyttar viðmiðanir vaxtabótakerfisins leiðir til þess að útgjöld vegna vaxtabóta lækka um 500 millj. kr. á milli ára. Gert er ráð fyrir að eins árs framlenging á bráðabirgðaákvæði sem kveður á um lækkun vörugjalds af fólksbifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá ökutækjaleigum hafi neikvæð áhrif á ríkissjóð sem nemi um 1,5 milljörðum kr.

Tekjur

Tekjuáhrif hækkunar fjármagnstekjuskatts á ríkissjóð eru áætluð 1,6 milljarðar kr. árið 2018 en 2,6 milljarðar kr. árlega eftir það. Gert er ráð fyrir að verðlagsuppfærsla krónutölugjalda (áfengi, tóbak, eldsneyti og bifreiðagjöld) auki tekjur ríkissjóðs um 1,3 milljarða kr. Sú lagabreyting sem lögð er til í frumvarpinu um undanþágu frá virðisaukaskatti að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, er talin lækka tekjur ríkissjóðs um 2 milljarða kr. á árinu 2018 en áhrifin munu aukast næstu ár þar á eftir. Viðbótartekjur ríkissjóðs af tillögu um helmingshækkun kolefnisgjalds eru áætlaðar vera um 2 milljarðar kr. árlega að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt. Áætlaður kostnaður vegna sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega nemur um 1,5 milljörðum kr. á ári.

Afgreiðsla:

Samþykkt með nokkrum breytingum er varða m.a. frítekjumark vaxtatekna, tekjuskattshlutfall ákveðinna lögaðila og skattlagningu metanólbifreiða.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 3 | 14.12.2017
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 71 | 20.12.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 72 | 20.12.2017
Þingskjal 77 | 21.12.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 78 | 21.12.2017
Þingskjal 83 | 21.12.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 84 | 21.12.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 85 | 21.12.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 86 | 21.12.2017
Þingskjal 101 | 28.12.2017
Þingskjal 103 | 22.12.2017
Flutningsmenn: Ólafur Ísleifsson
Þingskjal 110 | 28.12.2017
Þingskjal 111 | 28.12.2017
Þingskjal 113 | 28.12.2017
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 133 | 29.12.2017

Umsagnir

16.12.2017
Ríkisskattstjóri (upplýsingar)
Strætó bs (umsögn)