Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið:
Að tryggja að ekki verði rof á samningum þeirra sem taka þátt í tilraunaverkefninu um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að gildistími tveggja bráðabirgðaákvæða vegna tilraunaverkefnisins verði framlengdur þar til lögfest hafa verið ákvæði sem festi þjónustuna í sessi, þó ekki lengur en til ársloka 2018.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur:
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 286 millj. kr. fjárheimild til samninga um NPA. Fjárheimildin er aukin um 70 millj. kr. frá árinu 2017 í því skyni að unnt verði að fjölga samningum um 25 eða úr 55 samningum í 80 samninga. Ríkissjóður greiðir 25% af útgjöldum vegna NPA á móti 75% hlutdeild sveitarfélaga. Þannig er gert ráð fyrir að heildarútgjöld vegna NPA verði tæpar 1.150 millj. kr. og útgjöld sveitarfélaga því rúmar 850 millj. kr.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál