Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 34 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið:
Að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks inn í íslenska löggjöf.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagðar eru til breytingar sem lúta að skipulagi, stjórn og hlutverki félagsmálanefnda og hnykkt er á eftirlitshlutverki ráðherra. Að auki er lagt til að ferill ágreiningsmála og málskot innan stjórnkerfisins séu gerð skýrari. Kveðið er á um samráð við notendur og gert ráð fyrir sérstökum notendaráðum. Fjallað er um samninga við einkaaðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt frumvarpinu. Loks eru lagðar til breytingar á kaflanum er snýr að félagslegri heimaþjónustu, akstursþjónustu og húsnæðismálum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum m.a. þeirri að miðað verður við 15 klst. þjónustuþörf á viku til að einstaklingur eigi rétt á NPA-samningi og að ráðherra verði skylt að gefa út reglur eða leiðbeiningar um tilhögun akstursþjónustu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál