Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

264 | Endurnot opinberra upplýsinga

148. þing | 26.2.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja samræmdar lágmarksreglur um heimil endurnot þeirra upplýsinga sem almenningur á rétt til aðgangs að.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/37/ESB um breytingu á tilskipun 2003/98/EB um endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera. Gengið er lengra við að gera stjórnvöldum skylt að heimila endurnot opinberra upplýsinga og þannig er lagt til að útvíkkun heimilda nái til safna, bókasafna o.þ.h. Að auki eru lagðar til breytingar á gjaldtökuheimildum, og að til staðar sé úrskurðaraðili sem fari með ágreiningsmál um aðgang að opinberum upplýsingum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á upplýsingalögum, nr. 140/2012, og lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/37/ESB um breytingu á tilskipun 2003/98/EB um endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera.

Vefurinn Opin gögn.

Vefurinn Opnir reikningar ríkisins.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om videreanvendelse af den offentlige sektors informationer  LOV nr 596 af 24/06/2005.

Svíþjóð
Lag om vidareutnyttjande av handlingar från den offentliga förvaltningen  (2010:566).

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum þ.á.m. þeirri að horfið var frá gjaldtökuheimild í hagnaðarskyni.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 366 | 26.2.2018
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 902 | 2.5.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 903 | 2.5.2018
Þingskjal 953 | 9.5.2018
Þingskjal 978 | 9.5.2018

Umsagnir