Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

202 | Rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur

148. þing | 16.2.2018 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 70 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að veita heimildir til innflutnings, sölu, markaðssetningar og notkunar rafrettna og tryggja gæði og öryggi rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur á markaði og tryggja með tiltækum ráðstöfunum að börn geti ekki keypt rafrettur.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að settar verði reglur um innflutning, sölu, markaðssetningu og notkun á rafrettum og áfyllingum fyrir þær. Gert er ráð fyrir að bannað verði að selja eða afhenda ungmennum yngri en 18 ára slíkar vörur auk þess sem þeim yrði óheimilt að selja þær. Lagt er til að bannað verði að selja þær í skólum og á öðrum stöðum sem ætlaðir eru til félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna og þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Jafnframt er lagt til að bannað verði að nota rafrettur á þeim stöðum þar sem tóbaksnotkun er þegar bönnuð. Gert er ráð fyrir að Neytendastofa hafi eftirlit með öryggi varanna og merkingum til að lágmarka hættu á slysum við notkun þeirra og tryggja að rafrettur og áfyllingar séu barnheldar. Enn fremur er gert ráð fyrir að bannað verði að auglýsa rafrettur og áfyllingar og að fjölmiðlanefnd hafi eftirlit með því. Að auki eru lögð til ákvæði um hámarksstyrkleika, stærð áfyllinga, innihaldsefni í áfyllingar sem og hámarksstærð tanka einnota rafrettna og hylkja. Með samþykkt frumvarpsins yrði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi fram­leiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, að hluta til innleidd í íslensk lög.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs verði um 9 milljónir kr. vegna þeirrar eftirlitsskyldu sem Neytendastofu er falin samkvæmt frumvarpinu.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi fram­leiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk

Lov om elektroniske cigaretter m.v.  LOV nr 426 af 18/05/2016.

Finnland

Tobakslag  29.6.2016/549.

Noregur

Lov om vern mot tobakksskader (tobakksskadeloven)  LOV-1973-03-09-14.

Svíþjóð

Í Svíþjóð hafa rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín fallið undir lyfjalög (läkemedelslag (2015:315)) og hefur því þurft að sækja um sérstakt leyfi til sænsku lyfjastofnunarinnar til að selja vörurnar. Nú liggur hins vegar fyrir dómur á æðra stjórnsýslustigi (Högsta förvaltningsdomstolens dom – HFD 2016 ref. 9. – Mál nr. 1385–15) um að rafrettur með nikótíni flokkist ekki sem lyf samkvæmt sænskum lyfjalögum. Unnið er að innleiðingu tilskipunar 2014/40/ESB er varðar rafrettur og hafa sænsk yfirvöld gefið út skýrslu með tillögum um hvernig skuli innleiða tilskipunina. Í skýrslunni er lagt til að gildandi löggjöf um notkun tóbaks skuli útvíkkuð þannig að hún nái einnig yfir notkun rafrettna, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. 

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum, m.a. þeim að notkun rafrettna er heimiluð í þjónusturýmum fyrirtækja og a.m.k. 0,9% af brúttósölu rafrettna skal renna í lýðheilsusjóð. Enn fremur er gildistöku laganna frestað til 1. mars 2019.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 281 | 16.2.2018
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1086 | 4.6.2018
Þingskjal 1127 | 6.6.2018
Þingskjal 1159 | 7.6.2018
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1194 | 27.6.2018
Þingskjal 1267 | 12.6.2018

Umsagnir

Velferðarnefnd | 21.3.2018
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.3.2018
Brad Rodu, DDS (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.3.2018
Broony Saint (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.3.2018
Clive Bates (umsögn)
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Daníel Árnason (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.3.2018
Djáknin ehf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Erik Befrits (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 15.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Velferðarnefnd | 22.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Hans Jónsson (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.3.2018
Helgi Hauksson (umsögn)
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Ísam ehf (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.3.2018
Velferðarnefnd | 4.4.2018
Lyfjastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.4.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Mia Perez (umsögn)
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Neytendastofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.3.2018
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.3.2018
SÍBS (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.3.2018
Velferðarnefnd | 21.3.2018
Velferðarnefnd | 20.3.2018
Umhverfisstofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 15.4.2018
Veipum Lifum (umsögn)