Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að fækka þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör hjá.
Helstu breytingar og nýjungar: Þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun hjá fækkar verulega og ákvæði eru um hvernig skuli ákvarða um laun þeirra sem ekki heyra lengur undir kjararáð. Í meginatriðum munu launaákvarðanir þeirra falla undir ákvæði um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Viðkomandi stéttarfélag mun semja fyrir þeirra hönd og stjórnir viðkomandi stofnana eða félaga semja um starfskjör.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lítils háttar breytingar þarf að gera á 25 lögum en meginbreytingin er á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að árlegur kostnaður vegna breytts fyrirkomulags launaákvarðana nemi 12,5 milljónum kr. auk 15 milljóna kr. kostnaðar vegna greiðslu ríkisins til Félags forstöðumanna ríkisstofnana til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af rekstri álitamála sem upp koma.
Aðrar upplýsingar: Kjararáð.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins