Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 71 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið
Markmið: Að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði.
Helstu breytingar og nýjungar: Ávinnsla lífeyrisréttinda verður aldurstengd og lífeyrisaldur hækkaður í 67 ár. Lagt er til að ríkissjóður greiði framlag, lífeyrisauka og leggi fjármagn í sérstakan varúðarsjóð. Ríkissjóður ábyrgist óbreytt réttindi lífeyrisþega og sjóðfélaga sem orðnir eru 60 ára fyrir gildistöku nýrra samþykkta. Engar breytingar verða á B-deild lífeyrissjóðsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997.
Kostnaður og tekjur: Á 145. þingi var reiknað með að heildarkostnaður hins opinbera væri um 130 milljarðar króna og þar af legði ríkissjóður til um 120 milljarða. Reiknað er með um 25,9 milljarða króna hækkun á því framlagi í þessu frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Samkomulag um nýtt sjálfbært lífeyriskerfi.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins