Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið:
Að stuðla að launajafnrétti kynjanna hér á landi með það að markmiði að uppræta kynbundinn launamun. Með því er leitast við að koma á og viðhalda því að einstaklingar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf hjá sama atvinnurekanda njóti sömu kjara.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að fyrirtæki eða stofnun þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli skuli öðlast vottun (eða staðfestingu í sumum tilfellum) að undangenginni úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar, sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85. Lagt er til að Jafnréttisstofa haldi skrá yfir fyrirtæki og stofnanir sem öðlast hafa vottun og staðfestingu og birti hana á vef stofnunarinnar. Kveðið er á um að samtök aðila vinnumarkaðarins annist eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli öðlist vottun eða staðfestingu og endurnýjun þar á.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir að fjölga þurfi um eitt stöðugildi hjá Jafnréttisstofu vegna þeirra nýju verkefna sem henni eru falin samkvæmt frumvarpinu og að kostnaður ríkissjóðs á fyrsta ári verði 14 m.kr. og síðan 13 m.kr. árlega.
Aðrar upplýsingar:
Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Velferðarráðuneytið, nóvember 2015.
Launamunur karla og kvenna. Velferðarráðuneytið, maí 2015.
Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Staðreyndir og staða þekkingar. Velferðarráðuneytið, maí 2015.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál