Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að uppfæra grunnlínupunktana sem íslenska landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið miðast við. Að stofna aðlægt belti og auka með því valdheimildir íslenska ríkisins eins og mögulegt er samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna í tolla-, fjár-, innflytjenda- eða heilbrigðismálum. Að auka heimildir íslenska ríkisins til að vernda forleifafræðilega eða sögulega muni á hafsbotni umhverfis Ísland.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að stofnað verði aðlægt belti sem myndi fjölga þeim málaflokkum sem ríkið hefur forræði yfir á svæðinu sem það tekur til (24 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar). Því til viðbótar eru grunnlínupunktar sem íslenska landhelgin, aðlæga beltið, efnahagslögsagan og landgrunnið mælast frá uppfærðir að ábendingu Landhelgisgæslu Íslands. Auk þess eru teknar inn heimildir til verndar munum sem eru fornleifafræðilegs og sögulegs eðlis og staðsettir eru á hafsbotni á aðlæga beltinu.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna
Afgreiðsla:
Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit