Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

411 | Framkvæmdasjóður ferðamannastaða (hlutverk, framlag ríkissjóðs o.fl.)

146. þing | 31.3.2017 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að takmarka fjármögnun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við framkvæmdir við ferðamannastaði í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila þannig að sjóðurinn fjármagni ekki lengur framkvæmdir við ferðamannastaði í eigu eða umsjón ríkisins.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að framkvæmdir ríkisaðila á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón ríkisins falli almennt utan gildissviðs laganna. Í staðinn yrði að fjármagna slíkar framkvæmdir ríkisaðila beint af fjárlögum. Þannig yrði hlutverk sjóðsins eftirleiðis að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í umsjón eða eigu sveitarfélaga og einkaaðila. Í breytingunni felst einnig að heimildir sjóðsins til að styrkja framkvæmdir á vegum einkaaðila takmarkast ekki lengur við framkvæmdir sem varða öryggi ferðamanna og náttúruvernd. Einnig er lögð til breyting á skipan stjórnar Framkvæmdasjóðsins og að í lögunum verði ekki markaður tekjustofn sem ákveðið hlutfall af gistináttaskatti heldur muni í fjárlögum hvers árs ákveðið hvaða fjármunir renni í sjóðinn hverju sinni.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð svo nokkru nemi.

Aðrar upplýsingar:

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Umsagnir (helstu atriði):

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.

Fjölmiðlaumfjöllun:

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 542 | 31.3.2017
Þingskjal 814 | 19.5.2017
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 841 | 22.5.2017
Þingskjal 1027 | 15.6.2017
Þingskjal 1046 | 1.6.2017

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 24.4.2017
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.4.2017
Ferðamálaráð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.4.2017
Ferðamálastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.4.2017
Landvernd (umsögn)