Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

400 | Vátryggingasamstæður

146. þing | 31.3.2017 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að vernda hagsmuni vátryggingartaka og vátryggðra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að Fjármálaeftirlitið og önnur viðeigandi eftirlitsstjórnvöld hafi eftirlit með vátryggingasamstæðum, gjaldþolsstöðu þeirra og öðrum þáttum. Einnig er lagt til að birtar skuli opinberlega skýrslur um gjaldþol og fjárhagslega stöðu vátryggingasamstæðna og upplýsingar um uppbyggingu, stjórnarhætti og stjórnkerfi þeirra.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur:

Hvorki er gert ráð fyrir að frumvarpið muni hafa teljandi áhrif á skatttekjur ríkissjóðs af vátryggingasamstæðum né á rekstrargjöld í þessum málaflokki. Ekki verður séð að það muni hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga („Solvency II“-tilskipunin) ásamt breytingum með tilskipun 2014/51/ESB.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 531 | 31.3.2017
Flutningsmenn: Benedikt Jóhannesson
Þingskjal 915 | 26.5.2017
Nefndarálit    
Þingskjal 916 | 26.5.2017
Þingskjal 1031 | 15.6.2017
Þingskjal 1051 | 1.6.2017

Umsagnir