Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

236 | Útlendingar (frestun réttaráhrifa o.fl.)

146. þing | 7.3.2017 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að taka af vafa varðandi frestun réttaráhrifa ákvarðana Útlendingastofnunar í hælismálum og veitingu dvalarleyfa á grundvelli hjúskapar eða sambúðar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Í frumvarpinu er skýrt kveðið á um að kæra fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið þegar Útlendingastofnun hefur metið umsókn hans bersýnilega tilhæfulausa og hann kemur frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki. Einnig er fellt brott ákvæði um að ráðherra geti í reglugerð mælt fyrir um málsmeðferð kærunefndar við afgreiðslu beiðna um frestun réttaráhrifa. Loks er fellt brott það skilyrði að hjúskapur þurfi að hafa varað í eitt ár eða lengur til að geta orðið grundvöllur veitingar dvalarleyfis. Í stað þess eigi skilyrði ákvæðisins um tímalengd eingöngu við um sambúð.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um útlendinga, nr. 80/2016.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna hælismála verði lægri en ella hefði orðið, en kostnaður við hvern umsækjanda í þjónustu er 8.000 kr. fyrir hvern dag sem þeir dvelja í þjónustu.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 328 | 7.3.2017
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 596 | 24.4.2017
Þingskjal 597 | 6.4.2017

Umsagnir