Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið:
Að takmarka aðgengi almennings að tilteknum efnum til sprengigerðar og tryggja þannig öryggi almennings.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til bann við heimatilbúnum sprengjum og að forefni til sprengiefnagerðar verði skilgreind í vopnalögum. Einnig er lagt til að ráðherra fái heimild til að kveða á um það í reglugerð hvaða forefni skuli háð takmörkunum, hvaða forefni skuli vera tilkynningarskyld, að öll viðskipti með tiltekin forefni til sprengiefnagerðar skuli skráð og hvaða viðmið eigi að viðhafa við mat á því hvort um grunsamleg viðskipti sé að ræða. Enn fremur er lagt til að almennum borgurum verði óheimilt að hafa í fórum sínum og nota forefni sprengiefna í meiri styrkleika en viðmiðunarmörk samkvæmt reglugerð kveða á um.
Breytingar á lögum og tengd mál: Vopnalög, nr. 16/1998.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/2013 um markaðssetningu og notkun forefna sprengiefna.
Afgreiðsla:
Frumvarpið varð að lögum með lítils háttar breytingum. Hugtakið almennir borgarar var útskýrt nánar og ráðherra er falið að tilgreina í reglugerð einn aðila sem fengi það hlutverk að taka við tilkynningum um grunsamleg viðskipti. Að auki voru samþykktar minni háttar orðalagsbreytingar.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti