Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið:
Að lögfesta evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Eftirlitskerfinu er ætlað að vernda hagsmuni almennings og fjármálamarkaðarins með því að stuðla að stöðugleika og heilbrigði fjármálakerfisins á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að tekin verði upp stofnanaumgjörð hins evrópska eftirlitskerfis og að Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA annist eftirlit með lögunum. Að auki er kveðið á um upplýsingagjöf til evrópskra eftirlitsstofnana sem og til stofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998 og lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir litlum eða óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla:
Frumvarpið var ekki samþykkt óbreytt. Auk lítils háttar breytinga var á seinni stigum máls lögð til tillaga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sambærileg tillögu um breytingu á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, sem var að finna í frumvarpinu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti