Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið:
Að efla trúverðugleika og stöðugleika á fjármálamarkaði.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að lögfestar séu reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, þ.e. eftirlit með gjaldþoli þeirra, samþjöppun áhættu og viðskiptum innan þeirra. Að auki eru lagðar til reglur sem samræma eftirlit og ferli hjá þeim eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa eftirlit með félögum í samsteypum ásamt því að settur er rammi um upplýsingaskipti milli eftirlitsstjórnvaldanna. Frumvarpið er byggt á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sem eru hluti af samsteypu fjármálafyrirtækja.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Kostnaður og tekjur:
Hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sem eru hluti af samsteypu fjármálafyrirtækja ásamt breytingum með tilskipun 2011/89/ESB.
Reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 165/2014 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
Tilskipun 2009/138/EB um stofnun og rekstur vátryggingafélaga („Solvency II“-tilskipunin).
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með nokkrum breytingum, sem sneru aðallega að orðalagi og tilvísunum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti