Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 35 | Þingskjöl: 17 | Staða: Lokið
Markmið: Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir. Fjárlagafrumvarp er nú í fyrsta skipti lagt fyrir Alþingi á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir auknum útgjöldum vegna framlaga til löggæslumála, breytinga á lögum um almannatryggingar, sameiningar bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri o.fl. Lögð eru til aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á 15 lögum vegna tekjuhliðar og 8 lögum vegna gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að tekjur fyrir árið 2017 verði 772 milljarðar króna og útgjöld eru áætluð 743,4 milljarðar króna.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2017 eru áætlaðar 776 milljarðar króna en gjöld um 751 milljarðar króna.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins