Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.
Helstu breytingar og nýjungar: Öll verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færast til utanríkisráðuneytisins, sem fer hér eftir með framkvæmd allrar þróunarsamvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda. Þróunarsamvinnustofnun er lögð niður.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Fjórar umsagnir bárust. Efasemda gætti um ágæti þess að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður. Vakin var athygli á hlutfallslega lágu framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins